Handbolti

Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rød reynir skot að marki Svía.
Rød reynir skot að marki Svía. vísir/epa

Magnus Rød, hægri skytta Noregs, leikur ekki meira á Evrópumótinu 2020 í handbolta. Hann er meiddur á fæti og verður frá keppni næstu vikurnar.


Hann lék aðeins í nokkrar mínútur þegar Noregur vann Svíþjóð, 23-20, í öðrum leik sínum í milliriðli II í gær. 

Næsti leikur Noregs er gegn Íslandi á morgun. Norðmenn eru með sex stig á toppi milliriðilsins.

Rød var valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í fyrra. Hann er á sínu fjórða stórmóti með Noregi.

Rød, sem 22 ára, hefur leikið með Flensburg síðan 2017 og tvisvar sinnum orðið þýskur meistari með liðinu.

Það kemur í hlut þeirra Haralds Reinkind og Eivinds Tangen að fylla skarð Røds sem skoraði tólf mörk í fimm leikjum með Noregi á EM.


Tengdar fréttir

Norðmenn lögðu Svía

Noregur lagði Svíþjóð í EM karla í handbolta með þriggja marka mun í kvöld, lokatölur 23-20. Sigurinn þýðir að Norðmenn eru komnir með annan fótinn í undanúrslit mótsins en liðið er með sex stig í efsta sæti milliriðils II á meðan Svíþjóð er á botni riðilsins án stiga þó svo að mótið fari fram í Svíþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.