Handbolti

Telur Aron vera áttunda besta leikmann heims

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron er markahæsti leikmaður Íslands á EM.
Aron er markahæsti leikmaður Íslands á EM. vísir/getty

Aron Pálmarsson er áttundi besti leikmaður heims að mati norska blaðamannsins Stig Nygård sem hefur annað árið í röð sett saman lista yfir 50 bestu leikmenn heims fyrir TV 2.

Aron var í 10. sæti á lista síðasta árs og fer því upp um tvö sæti á milli ára.

Að mati Nygårds er Norðmaðurinn Sander Sagosen besti leikmaður heims, annað árið í röð. Sagosen og félagar hans í norska landsliðinu mæta því íslenska á EM í dag.

Nygård telur Danann Mikkel Hansen næstbesta leikmann heims og Lettann Dainis Kristopans þann þriðja besta. Kristopans var ekki á listanum í fyrra.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er í 40. sæti listans og lækkar um 17 sæti frá því í fyrra. Guðjón Valur og Aron eru einu Íslendingarnir á lista Nygårds.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Tíu bestu leikmenn heims að mati Stigs Nygård

1. Sander Sagosen

2. Mikkel Hansen

3. Dainis Kristopans

4. Niklas Landin

5. Andy Schmid

6. Luka Cindric

7. Rasmus Lauge

8. Aron Pálmarsson

9. Dean Bombac

10. Uwe Gensheimer




Fleiri fréttir

Sjá meira


×