Leik lokið: Ís­land - Sví­­þjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll reynir að verja skot.
Björgvin Páll reynir að verja skot. vísr/epa

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-32, í síðasta leik sínum á EM 2020 í handbolta í kvöld.

Íslenska liðið endaði í neðsta sæti milliriðils II og í 11. sæti á mótinu. Svíþjóð endaði í 9. sæti. Kristján Andrésson stýrði sænska liðinu í síðasta sinn í kvöld.

Líkt og gegn Noregi í gær byrjaði íslenska liðið illa og lenti 1-4 undir.

Svíar voru með frumkvæðið allan tímann og voru sjö mörkum undir í hálfleik, 11-18. Sami munur var á liðunum í leikslok, 25-32.

Kári Kristján Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með fimm mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.