Allir leikmenn á EM í handbolta þurftu að spila í sérstökum „brjóstahaldara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Svona líta þessir KINEXON brjóstahaldarar út en allir leikmenn á EM þurftu að spila í svona. Getty/Arne Deder Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge. EM 2020 í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira