Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 13:00 Tracy McGrady og Kobe Bryant mættust oft á tíma sínum í NBA-deildinni. Getty/ Lisa Blumenfeld Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30
Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30