Handbolti

Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Mads Mensah er hress.
Mads Mensah er hress.

Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini.

Mensah spilar með Rhein-Neckar Löwen þar sem Alexander Petersson spilar líka og Guðjón Valur Sigurðsson var einnig með Mensah í liðinu.

„Það verður gaman að spila gegn Alexander sem er enn að spila með mér. Við gætum mæst oft einn á einn. Hann er að eldast en er samt í betra formi en ég,“ sagði Mensah léttur en hann er 28 ára gamall en Alexander er orðinn 39 ára.

„Ég býst við hörkuslag. Íslenskir leikmenn eru baráttujaxlar. Þetta verður erfitt í 60 mínútur,“ sagði Mensah en hvernig líst honum á að spila gegn Guðmundi Guðmundssyni sem áður þjálfaði danska liðið?

„Það er alltaf gaman að spila gen gömlum liðsfélögum og þjálfurum. Það er eitthvað sem ég hlakka alltaf til.“

Ef Mensah réði einhverju þá hefði hann viljað byrja mótið á öðrum andstæðing en Íslandi.

„Það er alls ekki gott að byrja gegn Íslandi. Þeir eru ferskir í fyrsta leik sem gerir þá enn erfiðari,“ segir skyttan en er mikill munur á Guðmundi sem þjálfara og svo Nikolaj Jacobsen sem þjálfar liðið í dag?

„Já, þeir eru mismunandi þjálfarar. Sjá handboltann öðruvísi en eiga sameiginlegt að undirbúa liðin sín vel. Guðmundur mun þó halda fleiri myndbandsfundi held ég.“

Klippa: Mensah um Íslandsleikinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×