Enski boltinn

Fernandes vill á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fernandes í leik Sporting á föstudagskvöldið.
Fernandes í leik Sporting á föstudagskvöldið. vísir/getty

Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting, vill ganga í raðir Manchester United en Sky Sports greinir frá.

Fernandes hefur verið orðaður við Manchester-liðið undanfarna daga og er talið að félögin séu ekki langt frá samningum.

Frederico Verandas og Hugo Viana, forseti og yfirmaður knattspyrnumála hjá Sporting, eru taldir hafa verið í Manchester í síðustu viku.

Sky Sports greinir frá því að Marcus Rojo gæti farið til portúgalska liðsins sem hluti af samningunum.
Fernandes var mikið orðaður við United í sumar en ekkert varð af samningum þá. Nú virðist hann hins vegar vera á leið á Old Trafford.

Hann skoraði tvö mörk er Sporting vann 3-1 sigur á Setubal á föstudagskvöldiðen eftir leikinn sagði stjóri liðsins að óvíst væri hvort hann myndi spila næsta leik liðsins.

Kaupverðið er talið um 60 milljónir punda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.