Enski boltinn

Mourin­ho fær landa sinn til Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gedson eftir að hann var kynntur til leiks.
Gedson eftir að hann var kynntur til leiks. vísir/getty

Tottenham staðfesti í morgun að miðjumaðurinn Gedson Fernandes hefur verið lánaður til félagins næstu átján mánuðina.

Gedson er lánaður til félagsins frá Benfica. Lánssamningurinn er átján mánuðir en Tottenham á svo forkaupsrétt á leikmanninum.

Leikmaðurinn er sá fyrsti sem Jose Mourinho nær í eftir komuna til Tottenham.
Gedson  hefur leikið 53 leiki fyrir Benfica þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall.

Hann lék 22 leiki á síðustu leiki er Benfica varð portúgalskur meistari í 37. sinn en hann hefur leikið fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landslið Portúgala.

Hann mun leika í treyju númer 30 út leiktíðina.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.