Innlent

Aukafréttatími vegna snjóflóða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Hádegisfréttatími dagsins verður sendur út beint á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan tólf. Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær.

Tvö snjóflóðanna féllu við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.