Enski boltinn

Dómurunum sagt að nota Varsjána á hliðarlínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michal Oliver skoðar varsjána í leik Crystal Palace og Derby County.
Michal Oliver skoðar varsjána í leik Crystal Palace og Derby County. Getty/ Charlotte Wilson

Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa nú fengið þau fyrirmæli að þeir eigi að nota skjáina á hliðarlínunni þegar koma upp ákveðin atvik sem þarf að skoða betur í Varsjánni.Þetta á við þegar um möguleg rauð spjöld eru að ræða en dómararnir eiga þá að meta það sjálfir með hjálp myndbandanna hvort leikmaður eigi að fá rautt spjald eða ekki.Eina skiptið sem dómarar hafa notað skjá á hliðarlínunni til að meta hvort um rautt spjald var að ræða var þegar Michael Oliver breytti gulu spjaldi LukaMilivojevic í rautt í bikarleik CrystalPalace og DerbyCounty.

Arsenal-maðurinn Pierre-EmerickAubameyang var rekinn af velli á móti CrystalPalace 11. janúar síðastliðinn þökk sé ráðleggingu VAR dómarans en dómari leiksins skoðaði ekki atvikið sjálfur.Paul Tierney hafði gefið Aubameyang fyrst gult spjald fyrir brot á Max Meyer en Varsjádómarinn vildi að hann breytti því í rautt sem og Tierney gerði það.Það er mat forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar að í slíkum tilfellum sé best fyrir dómarann sjálfan að fara að skoða viðkomandi atvik. Það sé síðan undir dómaranum komið að taka þessa lokaákvörðun um hvort var rautt spjald eða ekki.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.