Viðskipti innlent

Gisting á hóteli í Reykjavík 16 prósentum ódýrari en í fyrra

Jakob Bjarnar skrifar
Landsímareiturinn en þar er verið að reisa hótel.
Landsímareiturinn en þar er verið að reisa hótel. visir/vilhelm

Verð á hótelgistingu í Reykjavík var 15,8 prósentum lægra í desember árið 2018. Þetta var 16. mánuðurinn í röð sem verðið lækkaði á 12 mánaða grundvelli.

„Meðalverðið á síðasta ári var 140,1 evrur borið saman við 160 evrur árið 2018 og lækkaði verðið því um 12,5% milli ára. Verðið lækkaði á 12 mánaða grundvelli alla mánuði síðasta árs,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Skýrt mynstur var í þessari verðlækkun. Hún var á bilinu 12,2-17,2 prósent frá maí og til áramóta.

Úr Hagsjá Landsbankans.

„Verðlækkunin á fyrstu mánuðum ársins, þ.e. janúar til apríl lá hins vegar á bilinu 4,1-9,1%. Ástæðan fyrir mun meiri verðlækkun frá og með maí liggur eflaust að mestu leyti í brotthvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars. Sé litið til verðþróunar mælt í krónum lækkaði verðið um 3,3% milli ára og skýrist minni verðlækkun í krónum af veikingu krónunnar milli ára.“

Fram kemur í Hagsjánni að líklega megi rekja lægra verð á gistingu til lægri herbergjanýtingar. Verðlagning í hótelrekstri helst að miklu leyti í hendur við nýtingu innan hvers árs. Þannig er verðið jafnan hæst yfir sumarmánuðina þegar herbergjanýtingin er hæst og lægra í öðrum mánuðum ársins.

Þrátt fyrir að hlutfallslega hafi verið meiri lækkun í verði í Reykjavík samanborið við aðrar borgir Norðurlanda er verðið enn hæst í Reykjavík. Meðalverð á síðasta ári var 140,1 evra, næsthæst í Kaupmannahöfn eða 134,1 evra. Lægst var það svo í Osló eða 109,3 evrur.


Tengdar fréttir

Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin

Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×