Handbolti

EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Petersson spilar á sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár.
Alexander Petersson spilar á sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár. vísir/getty

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð.

Reynsluboltarnir Björgvin Páll Gústavsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson koma allir aftur inn í landsliðið.

Varnarmaðurinn Daníel Þór Ingason getur ekki farið með vegna meiðsla og Guðmundur hóaði því í hinn unga Svein Jóhannsson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót.

Viggó Kristjánsson er einnig að fara á sitt fyrsta stórmót en hann mun deila skyttustöðunni hægra megin með Alexander Petersson sem orðinn er 39 ára gamall.

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa allir verið að glíma við meiðsli en fara allir með. Elvar er verst staddur af þeim þremur en segist vera tilbúinn í bátana um næstu helgi.

EM-hópurinn:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Skjern

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Lemgo

Guðjón Valur Sigurðsson, PSG

Vinstri skyttur:

Aron Pálmarsson, Barcelona

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Miðja:

Elvar Örn Jónsson, Skjern

Haukur Þrastarson, Selfoss

Janus Daði Smárason, Álaborg

Hægri skytta:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Viggó Kristjánsson, Wetzlar

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum

Lína:

Arnar Freyr Arnarsson, GOG

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Ýmir Örn Gíslason, Valur

Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske




Fleiri fréttir

Sjá meira


×