Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 17:17 Aron Einar fjallaði um deilur sínar við Kolfinnu í sjálfsævisögu sinni sem kom út 2016. vísir/vilhelm Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs. Gjaldþrot Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs.
Gjaldþrot Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur