Jón Halldór: Ég er bara orðlaus Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 8. janúar 2020 21:47 Jonni hefur gert það sem gott spekingur í Dominos Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn