Viðskipti innlent

Rúmenskir bankar taka ekki við greiðslum frá Íslandi vegna gráa listans

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Tveir rúmenskir bankar taka ekki við greiðslum frá Íslandi eftir að Ísland fór á gráa listann. Einhver tilvik hafa komið upp þar sem íslenskir aðilar lenda í vandræðum með greiðslur til og frá landi.Í október síðastliðnum var Ísland sett á gráan lista alþjóðlegu samtakanna Financial Action Task Force vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nokkur óvissa hefur verið uppi um hvað áhrif vera Íslands á gráa listanum en stjórnvöld hafa fylgst grannt með því. Í vikunni reyndi íslenskt fyrirtæki að greiða reikning uppá rúma eina milljón inn á rúmenskan bankareikning. Viðskiptunum var hafnað af bankanum og peningarnir sendir til baka. Íslenska fyrirtækið fékk þær skýringar frá Landsbankanum að umræddur banki, BRD – Groupe Societe Generale SA afgreiði ekki greiðslur frá Íslandi, eftir að Ísland fór á gráa listann. Þá taki annar rúmenskur banki ekki heldur við greiðslum frá Íslandi.  Í svari Seðlabanka Íslands um hvort fleiri erlendir bankar hafi hafnað viðskiptum við íslensk fyrirtæki segir að um einangruð tilvik séu að ræða. Það sé þó ekkert sem getur tilefni til að ætla að íslenskir aðilar séu almennt að lenda í vandræðum með greiðslur til og frá landinu. Þá segir að fjármálaeftirlitið hafi fyrir stuttu kallað eftir gögnum frá viðskiptabönkum, kortafélögum,  vátryggingafélögum og stærstu lífeyrissjóðum um áhrifin eftir að Ísland var fært á listann. Tilgangurinn sé að fá sem besta mynd af áhrifunum og að fyrirhugað sé að endurtaka fyrirspurnina síðar í vetur til að sjá megi þróunina. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,87
4
45.342
REITIR
0,18
10
23.538
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,6
35
7.698
HEIMA
-5,19
1
146
SYN
-2,67
11
112.164
MAREL
-2,12
5
29.157
ARION
-1,96
5
48.781
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.