Viðskipti innlent

Icelandair Hotels fá brúarlán upp á 1.200 milljónir króna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hótel Loftleiðir, sem rekið er af Icelandair hotels.
Hótel Loftleiðir, sem rekið er af Icelandair hotels. Vísir/Vilhelm

Icelandair Hotels, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur komist að samkomulagi við Arion banka um að keðjan fái 1.200 milljóna króna brúarlán. Ríkissjóður ábyrgist allt að 70 prósenta fjárhæðar lánsins. Brúarlán eru að mestu ætluð meðalstórum og stórum fyrirtækjum í rekstrarvanda vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta fyrsta slíka lánið sem er gefið.

Lánið er til þess gert að fyrirtækin geti standið skil af launagreiðslum og öðrum almennum rekstrarkostnaði. Kostur var gefinn á úrræðinu fyrir um þremur mánuðum af stóru viðskiptabönkunum að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins um málið.

Vaxtakjör lánsins liggja ekki fyrir en að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, stjórnarformanns Icelandair Hotels, í samtali við Markaðinn eru kjörinn ekki mjög hagstæð þó svo að ríkisábyrgð sé á hluta lánsins og vextir séu nú lágir hjá Seðlabankanum.

Heildarábyrgð ríkissjóðs gagnvart bönkunum getur orðið 50 milljarðar króna að hámarki en heildarumfang lánveitinganna geta orðið rúmlega 71 milljarðar króna miðað við að ábyrgð ríkissjóðs geti verið allt að 70 prósent af höfuðstóli láns. Hún fellur þó niður eftir þrjátíu mánuði frá því að lánið er veitt. Eftirspurn fyrirtækja um slík lán hjá Arion banka, Landsbankanum, Íslandsbanka og Kviku banka hefur verið lítil hingað til.


Tengdar fréttir

Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa

Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×