Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vísir/Getty Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við. Góðu ráðin Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við.
Góðu ráðin Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent