Golf

Þriðja árið í röð stóð Guð­rún Brá uppi sem Ís­lands­meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili. Mynd/Golfsamband Íslands

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í golfi eftir sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, úr GR, í bráðabana.

Ragnhildur leiddi með fjórum höggum þegar sjö holur voru eftir en Guðrún Brá sótti á hana og lék á tveimur undir á síðustu sjö holunum.

Þannig knúði hún fram bráðabana og í bráðabananum spilaði Guðrún Brá betra golf en Ragnhildur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Þriðja sætið tók atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.


Tengdar fréttir

Bráðabani hjá konunum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur munu etja kappi í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×