Golf

Þriðja árið í röð stóð Guð­rún Brá uppi sem Ís­lands­meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili. Mynd/Golfsamband Íslands

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í golfi eftir sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, úr GR, í bráðabana.

Ragnhildur leiddi með fjórum höggum þegar sjö holur voru eftir en Guðrún Brá sótti á hana og lék á tveimur undir á síðustu sjö holunum.

Þannig knúði hún fram bráðabana og í bráðabananum spilaði Guðrún Brá betra golf en Ragnhildur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Þriðja sætið tók atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.


Tengdar fréttir

Bráðabani hjá konunum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur munu etja kappi í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í golfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.