Viðskipti innlent

Fjár­hags­leg endur­skipu­lagning stendur enn yfir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair stendur enn yfir. TIl stóð að henni yrði lokið í þessari viku.
Fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair stendur enn yfir. TIl stóð að henni yrði lokið í þessari viku. Vísir/Egill

Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. Í tilkynningu sem félagið gaf út þann 31. júlí síðastliðinn kom fram að stefnt væri að því að samningar sem væru enn útistandandi yrðu undirritaðir í þessari viku. Það gekk ekki eftir.

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfesti í samtali við fréttastofu að fjárhagsleg endurskipulagning væri enn í gangi. Ekki sé hægt að segja til um hvenær samningar sem enn á eftir að undirrita náist.

Greint var frá því í síðustu viku að samningaviðræður félagsins séu vel á veg komnar og hafi samningar við flesta kröfuhaga verið undirritaðir. Samningaviðræður við Boeing standi hins vegar enn yfir en þær snúist um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og að breytingar verði gerðar á framtíðarafhendingu vélanna.

Þá sé enn unnið að útfærslu á láni með ríkisábyrgð með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Það sé þó háð því að hlutafjárútboðið gangi vel og félagið nái sínum markmiðum í þeim efnum.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,13
95
511.938
SJOVA
0,33
3
98.930
VIS
0,14
8
155.374
SKEL
0
2
1.492

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,81
6
80.980
ARION
-1,78
30
830.706
MAREL
-1,74
33
790.237
SIMINN
-1,6
12
154.150
ICESEA
-1,6
37
280.301
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.