Fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi kærðir fyrir díselskandalinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. ágúst 2020 07:00 Silfurgráir Audi bílar. Autoblog Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi. Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent
Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi.
Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent