Viðskipti innlent

Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins.

Þær bera með sér að Icelandair hafi flutt næstum fjórfalt fleiri farþega í júlí en í júní, eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu vegna kórónuveirunnar var aflétt um miðjan júnímánuð. Farþegafjöldinn hafi þannig aukist úr úr um 18.500 í júní í um 73.200 í júlí. Fjöldi farþega til Íslands í síðasta mánuði hafi verið um 58.200 og um 13.300 frá Íslandi.

Þrátt fyrir aukninguna hafi farþegafjöldinn í júlí dregist saman um 87 prósent milli ára. Icelandair nefnir í því samhengi að tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku hafi verið í algjöru lágmarki í júlí vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum og á ytri landamærum Schengen. Þar að auki hafi heildarframboð minnkað um 89 prósent milli ára. 

Betri staða í fraktflutningum

Í orðsendingu sinni segir Icelandair að fjöld farþega hjá Air Iceland Connect hafi verið tæplega 15 þúsund í júlímánuði og þannig fækkað um 48 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi hafi aukinheldur minnkað um 64 prósent.

„Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í júlí en hafa dregist saman um tæp 40% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í júlímánuði og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug eða um 15% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur á liðnum mánuðum verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir jafnframt í orðsendingu Icelandair.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,13
95
511.938
SJOVA
0,33
3
98.930
VIS
0,14
8
155.374
SKEL
0
2
1.492

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,81
6
80.980
ARION
-1,78
30
830.706
MAREL
-1,74
33
790.237
SIMINN
-1,6
12
154.150
ICESEA
-1,6
37
280.301
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.