Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:54 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Aðsend Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar. Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar.
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13
Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01
Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00