Leikmenn WNBA styðja karlmann í því að ná þingsæti af konu sem á eitt liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:30 Sue Bird átti hugmyndina að „Kjósið Warnock“ bolunum og hér sést hún í einum slíkum á leik. Getty/ Julio Aguilar Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira