Viðskipti innlent

Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra seldra bíla

Kjartan Kjartansson skrifar
Rafbílar og aðrir nýorkubílar eiga vaxandi vinsældum að fagna.
Rafbílar og aðrir nýorkubílar eiga vaxandi vinsældum að fagna. Vísir/Vilhelm

Bílar sem ganga fyrir öðru en bensíni og dísil eru 52,4% allra nýrra bíla sem hafa selst það sem af er þessu ári. Salan hefur dregist saman um hátt í þriðjung á milli ára, fyrst og fremst vegna mikils samdráttar í bílaleigubílum.

Hátt í 5.700 nýir fólksbílar seldust á fyrstu sjö mánuðum ársins samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það eru 31,8% færri nýi bílar en á sama tímabili í fyrra. Þann samdrátt rekur sambandið til 59,2% samdráttar í nýjum bílaleigubílum. Á sama tíma dróst sala nýrra bíla til einstaklinga og almennra fyrirtækja saman um 6,1%.

Vísar sambandið til áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna. Á fyrstu sjö mánuðum ársisn voru 1.634 nýir bílaleigubílar skráðir en þeir voru 3.993 á sama tímabili í fyrra.

Sala nýrra fólksbíla jókst um 44,4% í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra. Alls voru 1.480 nýir fólksbílar skráðir í síðasta mánuði en 1.025 í júlí í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.