Auglýsingastofan Sahara varð fyrir netárás Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:50 Netárás var gerð á Facebook-aðgang auglýsingastofunnar Sahara aðfaranótt 30. júlí og hefur stofan tapað tengingu við aðganginn. Því er ekki ljóst hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir árásinni í gegnum aðgang Sahara en auglýsingastofan hefur sett sig í samband við viðskiptavini. Tölvuþrjótarnir virðast vera að setja upp auglýsingar með það að markmiði að selja vörur á erlendum mörkuðum. Þó sé erfitt að meta hvort um fjölbreyttar auglýsingar sé að ræða á meðan Sahara bíður upplýsinga frá Facebook. „Sahara hefur því sett sig í samband við viðskiptavini með upplýsingum um stöðu mála og leiðbeiningum sem snúa að þessu öryggisbroti til að halda öllum upplýstum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá Facebook, en skv. þeim upplýsingum sem Sahara hefur fengið getur það tekið allt að 72 klukkutíma að afgreiða mál að þessari tegund,“ segir í tilkynningu frá Sahara. Málið er í forgangi hjá Facebook þessa stundina og þykir því líklegt að fleiri aðgangar hafi orðið fyrir samskonar árásum. Þeir aðgangar sem urðu fyrir netárásinni munu fá endurgreiðslu og eru einhver fyrirtæki nú þegar farin að fá greiðslu vegna þess. Sahara hefur sett sig í samband við tölvuöryggisfyrirtækið Syndis vegna málsins. „Okkur í Sahara þykir það mjög leitt að þetta hafi gerst og erum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að afgreiða þetta mál í samstarfi við Facebook. Við höfum sett okkur í samband við Syndis sem aðstoðar okkur eftir fremsta megni,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Netöryggi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Netárás var gerð á Facebook-aðgang auglýsingastofunnar Sahara aðfaranótt 30. júlí og hefur stofan tapað tengingu við aðganginn. Því er ekki ljóst hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir árásinni í gegnum aðgang Sahara en auglýsingastofan hefur sett sig í samband við viðskiptavini. Tölvuþrjótarnir virðast vera að setja upp auglýsingar með það að markmiði að selja vörur á erlendum mörkuðum. Þó sé erfitt að meta hvort um fjölbreyttar auglýsingar sé að ræða á meðan Sahara bíður upplýsinga frá Facebook. „Sahara hefur því sett sig í samband við viðskiptavini með upplýsingum um stöðu mála og leiðbeiningum sem snúa að þessu öryggisbroti til að halda öllum upplýstum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá Facebook, en skv. þeim upplýsingum sem Sahara hefur fengið getur það tekið allt að 72 klukkutíma að afgreiða mál að þessari tegund,“ segir í tilkynningu frá Sahara. Málið er í forgangi hjá Facebook þessa stundina og þykir því líklegt að fleiri aðgangar hafi orðið fyrir samskonar árásum. Þeir aðgangar sem urðu fyrir netárásinni munu fá endurgreiðslu og eru einhver fyrirtæki nú þegar farin að fá greiðslu vegna þess. Sahara hefur sett sig í samband við tölvuöryggisfyrirtækið Syndis vegna málsins. „Okkur í Sahara þykir það mjög leitt að þetta hafi gerst og erum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að afgreiða þetta mál í samstarfi við Facebook. Við höfum sett okkur í samband við Syndis sem aðstoðar okkur eftir fremsta megni,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA.
Netöryggi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira