Viðskipti innlent

Landsbankinn aldrei lánað jafn mikið til heimila

Andri Eysteinsson skrifar
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins var birt í dag.
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins var birt í dag. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. 

Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins.

Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun.

Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%.

Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning.

„Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,12
3
765
FESTI
1,04
2
43.800
VIS
0,58
2
15.570
ARION
0,42
1
14.380
MAREL
0,28
1
135

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,58
1
10.260
HAGA
-0,7
1
148
TM
0
1
17.800
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.