Golf

Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open

Ísak Hallmundarson skrifar
Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari.
Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari. getty/Stacy Revere

Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 

Thompson lék lokahringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari, og var samtals á nítján höggum undir pari í mótinu.

Næstur á eftir honum var Adam Long sem lék á sautján höggum undir pari í mótinu en hann lék frábærlega á lokahringnum í dag, sem hann lék á 64 höggum eða sjö undir pari. 

Matthew Wolff var á fjórtán höggum undir pari í tólfta sætinu, Bubba Watson, Brooks Koepka og Luke Donald komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem var eftir fyrstu tvo hringina. Það vantaði stór nöfn eins og Tiger Woods, Rory McIlroy, Jordan Spieth og Jon Rahm á mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.