Golf

Tveir Bandaríkjamenn leiða fyrir lokahringinn í dag

Ísak Hallmundarson skrifar
Michael Thompson er efstur ásamt Richy Werenski.
Michael Thompson er efstur ásamt Richy Werenski. getty/Stacy Revere

Michael Thompson og Richy Werenski eru efstir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu. Mótið er hluti af PGA og fer lokahringurinn fram í dag.

Thompson og Werenski enduðu báðir á 68 höggum í gær, eða þremur undir pari, og eru samtals fimmtán höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Bandaríkjamaðurinn Tony Finau koma næstir á eftir á þrettán höggum undir pari.

Stærstu nöfnin eru ekki með að þessu sinni. Jon Rahm sem er efstur á heimslistanum tók ekki þátt, sömuleiðis hvorki Tiger Woods né Rory McIlroy ásamt fleiri þekktum kylfingum. Stærstu nöfn mótsins eru líklega Brooks Koepka og Matthew Wolff. Wolff er í 13. sæti á tíu höggum undir pari en Koepka komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá lokahringnum hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.