„Brjálað að gera“ á fasteignamarkaðnum Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:14 Páll Pálsson fasteignasali segir flesta í stéttinni finna fyrir miklum áhuga um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“ Bítið Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira
Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“
Bítið Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira