British Airways leggur júmbó-þotunni Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:26 Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni. Vísir/Getty Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Fréttir af flugi Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Fréttir af flugi Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira