Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 18:30 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Baldur Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel. Íslenska krónan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel.
Íslenska krónan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira