Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 13:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð VísirVilhelm Gunnarsson Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira