Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 07:30 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira