Golf

Justin Thomas efstur fyrir lokahringinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Justin Thomas er efstur fyrir lokahringinn.
Justin Thomas er efstur fyrir lokahringinn. getty/Sam Greenwood

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas leiðir fyrir lokahringinn á Workday Charity Open mótinu í golfi. Hinn norski Viktor Hovland er í öðru sæti.

Thomas hefur spilað stöðugt og gott golf alla helgina en í gær lék hann á 66 höggum, sex undir pari, líkt og daginn áður. Hann er samtals á sextán höggum undir pari á mótinu og hefur ekki fengið einn einasta skolla á 54 holum.

Viktor Hovland er næstur á eftir Thomas, á fjórtán höggum undir pari, en hann lék einnig á 66 höggum í gær. Colin Morikawa sem var efstur fyrir gærdaginn lék á pari í gær og er í þriðja sæti á þrettán höggum undir pari.

Rickie Fowler er ásamt fjórum öðrum kylfingum á níu höggum undir pari í 8. sæti á meðan Phil Mickelson átti slæman dag í gær þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og er núna samtals á pari á mótinu í 59. sæti. 

Bein útsending frá lokahringnum hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.