Viðskipti innlent

Björgvin hæfari en fyrrverandi þingmenn og forstjórar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgvin Víkingsson, verðandi forstjóri Ríkiskaupa.
Björgvin Víkingsson, verðandi forstjóri Ríkiskaupa. stjórnarráðið

Björgvin Víkingsson tekur við starfi forstjóra Ríkiskaupa 1. september næstkomandi. Hann var einn 34 umsækjenda um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma voru ýmsir þjóðþekktir á meðal umsækjenda; eins og Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, Björgin G. Sigurðsson, Tryggvi Harðarson og Höskuldur Þórhallson fyrrverandi alþingismenn, Björn Óli Ö Hauksson fyrrverandi forstjóri Isavia, Björn H. Halldórsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu og Sólmundur Már Jónsson fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóra Hafrannsóknarstofnunar.

Sem fyrr segir varð Björgvin fyrir valinu en hann er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá Swiss Federal Institute of Technology og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hann hefur starfað við innkaup og vörustjórnun hjá fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Þá hefur Björgvin jafnframt haldið vinnustofur og kennt vörustjórnun og stefnumarkandi innkaup við Háskólann í Reykjavík.

Þar að auki er Björgvin, eða var í það minnsta, liðtækur spretthlaupari. Hann setti t.a.m. Íslandsmet í 400 metra grindahlaupi árið 2008Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,44
1
102
KVIKA
0,27
1
22

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,11
20
188.902
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.