Viðskipti innlent

Búið að ganga frá kaupum Ra­pyd á Korta

Atli Ísleifsson skrifar
Rabyd kveðst munu samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Myndin er úr safni.
Rabyd kveðst munu samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Myndin er úr safni. Getty

Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Korta þar sem segir einnig að fjártæknifyrirtækið ætli sér að samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Þá ætli það sér að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.

Haft er eftir Jakobi Má Ásmundssyni, forstjóra Korta, að þetta séu spennandi tímar þar sem fyrirtæki sem sé fremst í flokki í fjártækni í heiminum hafi verið að fjárfesta beint í starfsemi á Íslandi. Það muni gera fyrirtækinu kleift að veita íslenskum viðskiptavinum aðgang að fyrsta flokks fjártækni. „Rapyd mun fjárfesta í starfseminni Reykjavík og gera áætlanir félagsins ráð fyrir auknum vexti og frekari ráðningum á næstu misserum,“ segir Jakob.

Þá er haft eftir Arik Shtilman, forstjóra Rapyd, að fyrirtækið sé ánægt með að hafa klárað viðskiptin sem séu mjög stefnumótandi fyrir það. 

„Nú tekur við vinna við samþættingu færsluhirðingar Korta við fjártæknilausnirnar okkar. Við viljum bjóða íslenskum og evrópskum fyrirtækjum upp á alþjóðlegar greiðslulausnir, hvort sem það er á staðnum eða vefnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að fyrsta flokks fjártæknilausnum og geti þannig einbeitt sér að því að auka umsvif sín og dafna á sínu sviði,“ segir Shtilman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,19
1
6.148
SKEL
0,19
2
31.890
MAREL
0,15
3
444
EIM
0
1
94
ICESEA
0
2
220

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,54
4
522
ARION
-1,32
14
133.479
REITIR
-0,99
2
17.960
KVIKA
-0,95
1
13.000
FESTI
-0,7
1
14.100
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.