Golf

Hörð barátta á toppnum eftir annan hringinn á Rocket Mortgage Classic mótinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Webb Simpson deilir toppsætinu með Chris Kirk eftir fyrstu tvo daganna.
Webb Simpson deilir toppsætinu með Chris Kirk eftir fyrstu tvo daganna. VÍSIR/GETTY

Það eru margir kylfingar búnir að vera að leika gott golf á Rocket Mortgage Classic mótinu á PGA mótaröðinni í golfi. 

Eftir annan hring af fjórum eru þeir Chris Kirk og Webb Simpson efstir á tólf höggum undir pari. Kirk lék á sjö undir og Simpson á átta undir í dag. Sex kylfingar eru á ellefu höggum undir pari eftir daginn, þar á meðal Bryson DeChambeau.

Rickie Fowler er á sex höggum undir pari en hann lék á einu höggi undir í dag. Bubba Watson komst ekki í gegnum niðurskurðinn aðra helgina í röð.

Þriðji og næstsíðasti hringur mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf á morgun frá kl. 17:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.