Golf

Þrír efstir eftir fyrsta hringinn á Rocket Mortgage

Ísak Hallmundarson skrifar
Doc Redman er einn af þeim sem leiðir fyrir lokahringinn
Doc Redman er einn af þeim sem leiðir fyrir lokahringinn getty/Leon Halip

Þrír kylfingar deila toppsætinu á Rocket Mortgage mótinu í golfi eftir fyrsta hring. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Doc Redman, Scott Stallings og Kevin Kisner deila toppsætinu saman á sjö höggum undir pari. Bryson DeChambeau ásamt sex öðrum kylfingum eru á sex höggum undir pari. 

Rickie Fowler og Bubba Watson eru með þekktari kylfingum mótsins, en stór nöfn eins og Rory McIlroy, Phil Mickelson og auðvitað Tiger Woods létu sig vanta. Watson endaði einu höggi undir pari á meðan Fowler var á fimm höggum undir pari í dag. 

Bein útsending frá öðrum degi mótsins hefst kl. 19:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.