Viðskipti innlent

Kemur nýr inn í hóp eig­enda EY

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Oddur Rafnsson.
Ragnar Oddur Rafnsson. EY

Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda hjá EY.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Ragnar Oddur hafi hafið störf hjá EY árið 2013 og hafi verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.

„Hann er með Bsc. í rekstrar-og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 13 ár.

Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd margvíslegra áreiðanleikakannana og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Áður starfaði Ragnar hjá PwC.

Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og á fimm börn,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.