Viðskipti innlent

Kemur nýr inn í hóp eig­enda EY

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Oddur Rafnsson.
Ragnar Oddur Rafnsson. EY

Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda hjá EY.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Ragnar Oddur hafi hafið störf hjá EY árið 2013 og hafi verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.

„Hann er með Bsc. í rekstrar-og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 13 ár.

Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd margvíslegra áreiðanleikakannana og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Áður starfaði Ragnar hjá PwC.

Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og á fimm börn,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,3
10
177.147
REITIR
1,17
12
167.607
SJOVA
0,95
3
62.690
SYN
0,81
5
23.431
KVIKA
0,28
27
121.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,92
10
424.307
SKEL
-1,7
16
37.021
MAREL
-1,12
46
622.096
REGINN
-0,79
8
61.848
ICEAIR
-0,71
111
328.144
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.