Viðskipti innlent

Bónus oftast með lægsta verðið

Andri Eysteinsson skrifar
Bónus var með lægsta verðið í 81/121 tilfella.
Bónus var með lægsta verðið í 81/121 tilfella. Vísir/Vilhelm

Hæsta verðið á matvöru er í flestum tilvikum að finna í Krambúðinni samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ en verð Krambúðarinnar var það hæsta í 51 af 121 tilviki sem skoðað var.

Á hinum endanum var það Bónus sem bauð upp á lægsta verðið í 81 tilviki af 121. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að í 35 tilvikum hafi munur á hæsta og lægsta verði verið yfir 60%. 237% verðmunur var á kílóverðum á frosnum jarðaberjum, 100% munur á Whole Earth hnetusmjöri og Minute Maid safa og 78% á Tilda Basmati hrísgrjónum.

Samkvæmt könnuninni var næst oftast hægt að finna hæsta verðið í verslunum Hagkaupa og Heimkaupa en í hvorri versluninni var að finna hæsta verðið í 23 tilfellum. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 14 tilvikum. Verð var lægst í Krónunni 9 sinnum og í Nettó 7 sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.