Viðskipti innlent

Akstursþjónusta fatlaðs fólks verður Pant akstur

Andri Eysteinsson skrifar
Pant akstur tekur við keflinu eftir mánaðarmót.
Pant akstur tekur við keflinu eftir mánaðarmót. Pant akstur

Breytingar verða brátt gerðar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem hefur verið undir merkjum Strætó undanfarin ár. Frá og með 1. júlí verður þjónustan aðskilin starfsemi Strætó og verður undir nýju nafni, útliti og skipulagi.

Þjónustan sem mun bera nafnið Pant akstur mun sinna akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, að Kópavogi og Hafnarfjarðarbæ, undanskildum.

Erlendur Pálsson.

„Markmiðið er að gera þjónustuna einfaldari, nútímalegri og betur sniðna að þörfum hvers notanda. Til að mynda verður ekki lengur takmarkaður ferðafjöldi á hvern einstakling og ákvæði sem skerða rétt á þjónustu, svo sem hjá þeim sem þiggja bílastyrk frá TR verða felld úr gildi,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur einnig fram að aksturstími á stórhátíðardögum verði lengdur og að von sé á sérstöku appi sem mun gera notendum kleift að panta akstur hjá Pant akstri og fylgjast með bílunum í rauntíma.

Erlendur Pálsson verður sviðsstjóri þjónustunnar en stjórn verður skipuð fulltrúum Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og frá Seltjarnarnesi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×