Viðskipti innlent

Útlit fyrir mesta samdrátt á lýðveldistímanum

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á spána.
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á spána. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir mesta samdrátt í vergri landsframleiðslu á lýðveldistímanum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem gefin var út í dag.

Horfurnar munu vera slæmar vegna kórónuveirufaraldursins sem hafði, eins og alþjóð veit, haft mikil og lamandi áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla dragist því saman um 8,4% í ár og er það mesti samdráttur á lýðveldistímanum.

Reiknað er með snörpum viðsnúningi á næsta árinu og að vöxtur landsframleiðslu verði 4,9% en næstu ár gera ráð fyrir hagvexti á bilinu 2,5% til 2,9%.

Þá má gera ráð fyrir samdrætti í einkaneyslu um 6,1% í ár vegna faraldursins en neysla dróst verulega saman í apríl en tók við sér í apríl. Reiknað er með áframhaldandi vexti samneyslu og má rekja það að einhverju leyti til aðgerða stjórnvalda gegn áhrifum faraldursins.

Búast má við að töluverður halli verði á ríkissjóði í ár eða um 300 milljarðar króna.

Þá er búist við samdrætti um rúm 30% í útflutningi í ár. Þó er gert ráð fyrir 19% vexti í þeim flokki að ári.

Þjóðhagsspá var síðast gefin út 1. nóvember 2019 og er næsta útgáfa áætluð í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,16
2
990
ARION
1,72
2
26.205
REITIR
1,35
2
18.652
EIK
0,43
1
10.425
MAREL
0,43
3
126.200

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,5
1
4.702
ORIGO
-0,65
2
1.399
KVIKA
-0,3
2
1.860
EIM
0
2
409
REGINN
0
1
9.900
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.