Stærstu félagskipti í rafíþróttum á Íslandi Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 23. júní 2020 17:45 MYND/ Dusty Rafíþróttaliðið Dusty hefur staðfest að liðið ætli ekki að endurnýja samninga við CS:GO leikmennina Pál Sindra (Pallib0ndi), Hafþór Örn (detinate), Sverri Hjaltested (dell1), Alfreð Leó (allee), Antonio Salvador (Tony) og Stefán Dagbjartsson (Clvr). Þessir leikmenn hafa unnið fjóra titla á Íslandi frá því þeir gengu til liðs við Dusty, meðal annars Íslandsmeistaratitilinn 2019. Í stað þeirra hefur Dusty gengið frá félagaskiptasamning við Rafíþróttadeild Fylkis og hafa tryggt sér þá Bjarna Þór (Bjarni), Eðvarð Þór (Eddezen), Gunnar Ágúst (Ronin), Stefán Inga (StebbiC0C0) og Þorstein Friðfinnsson (ThorsteinnF) en allir koma þeir frá Íslandsmeistaraliði Fylkis. Dusty menn hafa getið sér gott orð fyrir að vera með fremstu liðum landsins í rafíþróttum á Íslandi og hafa þeir unnið til ótalmargra verðlauna í CS:GO og League of Legends síðasta eina og hálfa árið, eða frá því félagið var stofnað. En til gamans má geta að Dusty er eina einkarekna íþróttalið landsins. Ásbjörn Daníel, framkvæmdastjóri og eigandi liðsins hafði þetta að segja: „Þetta eru stór tímamót fyrir okkur í Dusty, um leið og við kveðjum gríðarlega hæfileikaríkan leikmannahóp sem hefur fært liðinu marga titla þá erum við að fá til okkar þá leikmenn sem okkur þykir hvað mest spennandi á Íslandi í dag, sérstaklega til framtíðar litið. Þetta eru gríðarlega metnaðarfullir strákar sem við fáum í þeim Bjarna, Edda, Gunna, Stebba og Steina og okkur hlakkar mikið til þess að taka slaginn með þeim.“ Það gleður okkur að tilkynna nýjan leikmannahóp Dusty í #CSGO! Við hlökkum til að byggja ofan á þann gríðarlega góða...Posted by Dusty on Monday, 22 June 2020 Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn
Rafíþróttaliðið Dusty hefur staðfest að liðið ætli ekki að endurnýja samninga við CS:GO leikmennina Pál Sindra (Pallib0ndi), Hafþór Örn (detinate), Sverri Hjaltested (dell1), Alfreð Leó (allee), Antonio Salvador (Tony) og Stefán Dagbjartsson (Clvr). Þessir leikmenn hafa unnið fjóra titla á Íslandi frá því þeir gengu til liðs við Dusty, meðal annars Íslandsmeistaratitilinn 2019. Í stað þeirra hefur Dusty gengið frá félagaskiptasamning við Rafíþróttadeild Fylkis og hafa tryggt sér þá Bjarna Þór (Bjarni), Eðvarð Þór (Eddezen), Gunnar Ágúst (Ronin), Stefán Inga (StebbiC0C0) og Þorstein Friðfinnsson (ThorsteinnF) en allir koma þeir frá Íslandsmeistaraliði Fylkis. Dusty menn hafa getið sér gott orð fyrir að vera með fremstu liðum landsins í rafíþróttum á Íslandi og hafa þeir unnið til ótalmargra verðlauna í CS:GO og League of Legends síðasta eina og hálfa árið, eða frá því félagið var stofnað. En til gamans má geta að Dusty er eina einkarekna íþróttalið landsins. Ásbjörn Daníel, framkvæmdastjóri og eigandi liðsins hafði þetta að segja: „Þetta eru stór tímamót fyrir okkur í Dusty, um leið og við kveðjum gríðarlega hæfileikaríkan leikmannahóp sem hefur fært liðinu marga titla þá erum við að fá til okkar þá leikmenn sem okkur þykir hvað mest spennandi á Íslandi í dag, sérstaklega til framtíðar litið. Þetta eru gríðarlega metnaðarfullir strákar sem við fáum í þeim Bjarna, Edda, Gunna, Stebba og Steina og okkur hlakkar mikið til þess að taka slaginn með þeim.“ Það gleður okkur að tilkynna nýjan leikmannahóp Dusty í #CSGO! Við hlökkum til að byggja ofan á þann gríðarlega góða...Posted by Dusty on Monday, 22 June 2020
Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn