Viðskipti innlent

Loks hægt að nálgast Ferða­­gjöfina

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Djúpavogi á Austurlandi.
Frá Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm

„Ferðagjöfin“ svokallaða er nú aðgengileg Íslendingum. Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur.

Ferðagjöfin er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og ætlað að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Á vef Ferðamálastofu ferdalag.is er hægt að sjá þau fyrirtæki sem hyggjast taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði. Þar að auki er hægt að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið, að því er fram kemur í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks.

Allir þeir sem nýta ekki Ferðagjöfina geta gefið hana áfram, en hver einstaklingur getur notað að hámarki fimmtán gjafir. Verður hægt að nota Ferðagjöfina til næstu áramóta.

Hægt er að finna Ferðagjöfina á síðunni ferdagjof.island.is.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.