Handbolti

Selfoss sagt búið að fá fyrstu greiðslu fyrir Hauk þrátt fyrir peningavandræði Kielce

Óskar Ófeigur Jónsson og Guðjón Guðmundsson skrifa
Haukur Þrastarson í leiknum á móti Frökkum þar sem hann skrifaði nýjan kafla í sögu landsliðsins á stórmóti.
Haukur Þrastarson í leiknum á móti Frökkum þar sem hann skrifaði nýjan kafla í sögu landsliðsins á stórmóti. Vísir/EPA

Pólska handboltastórliðið Kielce missti á dögunum aðalstyktaraðila sinn og er af þeim sökum í miklum fjárhagsvandræðum. Sumarið mun fara í því að koma rekstrinum í skjól.

Forráðamenn pólska stórliðsins Kielce, með forseta félagsins, Bertus Servaas, í broddi fylkingar leita nú leiða til að lækka laun leikmanna félagsins um tíu prósent. Um leið er félagið að reyna að fá annan aðal styrktaraðila til félagsins svo hægt verði að halda starfsemi þess áfram með sama hætti og verið hefur.

Formaður félagsins, hinn hollenski Bertus Servaas, er staðráðinn í því að halda félaginu gangandi með sömu formerkjum og verið hefur. Hefur íþróttadeildin heimildir fyrir því að félagið vilji nú lengja samninga við alla yngri leikmenn liðsins.

Í þeirra hópi eru bæði Haukur Þrastarson og Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmenn Íslendinga. Þeir Haukur og Sigvaldi eru á leið til pólska liðsins í sumar, Haukur frá Selfossi og Sigvaldi frá norska félaginu Elverum.

Ólíklegt er talið að pólska félagið þurfi að lýsa sig gjaldþrota enda hafa forráðamenn félagsins enn tíma til stefnu til að fá fleiri styrktaraðila til að styrkja innviði Kielce.

Kielce þurfti að greiða Selfyssingum fyrir Hauk Þrastarson og samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa þeir þegar gengið frá fyrstu greiðslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.