Ákváðu að stofna fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í miðju kórónuveirukófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:00 Kaffihúsið Dalur opnar formlega á morgun, þjóðhátíðardag Íslendinga. Dalur/Facebook Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sjá meira
Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur
Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sjá meira