Ormar sem éta plast Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:00 Ormar nýtast ekki bara sem beita í veiði heldur geta þeir líka borðað plast. Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum. Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum.
Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira