Fótbolti

Rúnar sér enga á­stæðu til að spá KR hærra en 4. til 5. sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sér enga ástæðu fyrir því að KR eigi að vera spáð hærra en 4. eða 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar því liðið er með nákvæmlega sama lið og það var með í fyrra.

Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að KR-ingar höfðu unnið 1-0 sigur á bikarmeisturum Víking í Meistarakeppni KSÍ. Eina mark leiksins skoraði Kennie Chopart.

Klippa: 1-0 Kennie Chopart

Rúnar segir að það komi honum ekkert á óvart þegar að liðinu er ekki spáð Íslandsmeistaratitlinum og að lið eins og Breiðablik og Valur séu fyrir ofan stórveldið úr Vesturbænum í spám fjölmiðla.

„Okkur var spáð 4. til 5. sæti í fyrra og við erum með nákvæmlega sama lið núna. Ég sé enga ástæðu til að spá okk­ur hærra en það,“ sagði Rúnar.

Rúnar segir að hann hafi áður reynt að fá til sín leikmenn eftir titil en það sé ekki alltaf gott.

„Við vorum ekki að leita allt of mikið af leikmönnum, þó við hefðum kannski vilja einn til tvo. Ég er mjög ánægður með hópinn. Ég hef prófað það áður að hrista upp í liðinu eftir Íslandsmeistaratitil og það hefur ekkert gengið. Við skulum sjá hvort þetta gangi eitthvað betur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×