„Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 08:00 Fylkismenn eru klárir í úrslitaleikinn um helgina. vísir/s2s Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti
Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt
Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti