Viðskipti innlent

Miklar hækkanir á mat­vöru­körfunni

Atli Ísleifsson skrifar
Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.
Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum. Getty

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðal heimils.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að í sex verslunarkeðjum af átta hafi vörukarfan hækkað um yfir fimm prósent frá maí á síðasta ári og fram í nýliðinn maí.

„Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næst mest í Krambúðinni um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu ellefu á tímabilinu, 2,3% og næst minnst í Iceland um 3,4%. Til samanburðar hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs um 4,86% frá maí 2019- maí 2020,“ segir í tilkynningunni.

Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum. „Á eftir þeim vöruflokki má sjá mestar hækkanir í flokki brauðs og kornvara og hreinlætis- og snyrtivara. Minnstar verðhækkanir voru á sykri, súkkulaði, sælgæti og drykkjarvörum.“

Þegar verð hjá lágvöruverðsverslununum er skoðað má sjá minnstar verðhækkanir í Bónus en þar hækkaði verð um 5,2 prósent á meðan verð hækkaði um 7,9 prósent í Nettó og 9 prósent í Krónunni.

Nánar má lesa um könnunina á vef sambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
4
38.170
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,25
3
33.222
REITIR
0,18
9
23.212
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,65
23
6.745
HEIMA
-5,19
1
146
MAREL
-2,12
5
29.157
SYN
-0,82
5
32.233
HAGA
0
1
1.007
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.